Lengja gönguljós við Háaleiti/Listabraut

Lengja gönguljós við Háaleiti/Listabraut

Lengja þarf græna gönguljósið við gatnamót Listabrautar og Háaleitisbrautar, þegar gengið er vestur/austur, þ.e. yfir Háaleitisbraut.

Points

Það er algerlega óþolandi þegar gangandi vegfarendur fá ekki það pláss í umferðinni sem þeir þurfa. Bíllinn er alltaf settur í forgang. Slíka hugsun þarf að laga strax, í ljósi breyttra tíma. Lögum þessi gangbrautarljós!

Græna gönguljósið við gatnamót Listabrautar og Háaleitisbrautar, þegar gengið er vestur/austur yfir Háaleitisbraut, er of stutt. Fullorðin manneskja þarf að hlaupa í því skyni að forðast að láta aka yfir sig

Græna gönguljósið við gatnamót Listabrautar og Háaleitisbrautar, þegar gengið er vestur/austur yfir Háaleitisbraut, er allt of stutt. Fullorðin manneskja þarf að hlaupa yfir til að ná, og nær þá samt ekkert endilega. Um leið og ljósið verður rautt vaða bílarnir yfir og þetta getur skapað hættu fyrir alla vegfarendur, sérstaklega börn, fólk með barnavagna, gamalmenni og þá sem eru hægfara.

Þegar gengið er yfir gatnamót Listabrautar og Háaleitisbrautar er tíminn svo knappur að iðulega þarf að bíða á milli aksturs átta. Sérstaklega er þetta áhyggjuefni þegar krakkar eru komnir á þann aldur að þau eru ný byrjuð að ganga sjálf eða hjóla á sumrin, áhyggjuefnið er það að þau læra hversu stutt ljósin eru og fara því að flýta sér yfir gatnamótin með tilheyrandi athyglisbrest sem fylgir. Ég styð þessa tillögu heilshugar og skora á borgarráð að lengja tíman þó ekki sé um 10 sekúndur.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information