Bannað að leggja við Hæðagarð

Bannað að leggja við Hæðagarð

Hvað viltu láta gera? Banna bifreiðastöður norðanmegin í Hæðagarði, sérstaklega í austurenda götunnar. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að þegar lagt er báðumegin við götuna verður það þröngt að tvístefnan gengur ekki. Einnig er bílum oft lagt það nálægt Réttarholtsvegi að það skapast hætta þegar keyrt er inn götuna.

Points

Það þyrfti ekki að breikka götuna mikið og hafa stæðin í 45° hallandi sunnan megin. Við það myndi stæðum fjölga sömu megin og húsin eru. Fólk er í dag í hættu þegar það fer yfir götuna frá stæðum norðan megin innan á milli bílanna.

Breikka götuna fyrir bílastæði. Þegar viðburðir eru í Réttarholtsskóla, fyllist gatan af bílum, eins er oft öngþveiti á vetrarmorgnum þegar foreldrar keyra börn sín í skólann. Enginn notar þessa breiðu grasflöt se nýta má undir bílastæði.

Legg til að opnað verði fyrir akstur út úr Hólmgarði til austurs. Það ætti að létta umferð um Hæðargarð og leysa þennan “vanda” sem að mínu mati er ekki vandi því þetta hægir á umferðinni um Hæðargarð, sem er gott mál,

Ef farið er í að banna að leggja norðanmeginn þarf að riðja grasinu upp við stokkinn og gera bílastæði þar. í þessu hús sem á horni Hæðargarðs og Réttarholtsvegar eru 6 íbúðir og stæði sunnanmeginn ekki nægt fyrir húsið.

Algjörlega sammála. Mjög erfitt að mæta bíl þarna.

Þröngt. Bílum lagt alveg upp að Réttarholtsvegi og skapast hætta þegar keyrt er inn götuna

Breikka götuna fyrir bílastæði. Sambærilegt sem gert var við vesturenda götunnar.

Ef gatan væri breikkuð fyirir 5-6 bílastæði norðan megin við götuna frá Réttarholtsvegi þá myndi það leysa vandamál við gatnamótin án þess að opna fyrir fyrir hraðakstur.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information