Malbika stíg milli Grafarvogs og SÁÁ

Malbika stíg milli Grafarvogs og SÁÁ

Hvað viltu láta gera? Þegar komið er inn í botn á voginum í Grafarvogi og upp að SÁÁ er smá kafli sem er alltaf ómalbikaður en með ljósastaurum. Þarna vantar að malbika svo auðveldara sé að hjóla og ganga á milli Grafarvogs og Árbæjar. Þessi hugmynd hefur oft komið fram og nú er kominn tími til úrbóta. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að auðvelda samgöngur hjólandi og gangandi á milli hverfa.

Points

Mikið notað og oft varla fært vegna drullu á vorin og haustin.

Nauðsynlegt að klára malbikun á þessum stíg. Er oft eins og drullusvað og hættulegur að hjóla hann

Það er ótrúleg drulla þarna á vorin, síðan á veturna er aldrei mokað þarna því að þetta er ekki skilgreindur stígur. Malbikum sem allra fyrst

Þessi stígur á það til að verða að miklu drullusvaði í bleytu, þá getur verið mjög erfitt að hjóla þennan kafla.

Drífa í að klára þetta. Hættulegur kafli og allt of mikið af hálfkláruðum stígum í Grafarvogi, sbr fjöruleiðin í Hamrahverfi. Ég hjóla þessa stíga báða þó nokkuð og þeir eru stórhættulegir. Það er ekki nóg að hvetja fólk til að hjóla/ganga það verður líka að sjá til þess að það sé gerlegt.

Alveg nauðsynlegt að klára að malbika. Ég hef séð fólk detta af hjólunum á þessum kafla.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information