Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Hvað viltu láta gera? Koma upp sér hleðslustæðum fyrir rafmagnsbíla í búðarhverfi þar sem fólk hefur ekki bílskúr eða bílageymslu. Það er hægt að koma upp staurum sem að hver sem er getur notað með því að vera með aðgangskort. Það þyrfti að mála sérstæði og koma upp staur sem hvert hverfi getur deilt. Hvers vegna viltu láta gera það? Til þess að auðvelda íbúum sem ekki eiga einkastæði eða bílskúr að eignast rafbíl

Points

Fá hleðslustöð fyrir rafbíla við flokkunargámana við Hjallaveg

Fá hleðslustöð við bensínstöðina á horni Sæbrautar og Langholtsvegar. Partur af umhverfisvænum lífstíl.

Fín hugmynd sem má endilega framkvæma sem víðast. Sérstaklega mætti byrja á stórum og gömlum fjölbýlishúsum þar sem hvorki er pláss né heimtaugar fyrir rafhleðslustöðvar, t.d. við Kleppsveg/Laugarnesveg og Gnoðarvog/Ljósheima.

Hluti af því að koma á orkuskiptum í samgöngum

Þetta er ekki á herðum Reykjavíkurborgar!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information