Nota fjármagn í viðhald í bland við nýframkvæmdir

Nota fjármagn í viðhald í bland við nýframkvæmdir

Hvað viltu láta gera? Það er alltaf gaman að nýframkvæmdum og góðum hugmyndum en það þarf að halda öllum hlutum við. Legg til að stór hluti sjóðsins verði notaður í viðhald fyrir hverfið sem oft á tíðum er mjög ábótavant. Til dæmis viðhald á göngustígum, leikvöllum, skólalóðum, götum, gróðri, girðingum, bekkjum og fjarlægja veggjakrot. Hvers vegna viltu láta gera það? Viðhald í hverfinu hefur verið mjög ábótavant lengi.

Points

Er hjartanlega sammála - flestir leikvellir í hverfinu eru í niðurníðslu. Það er frekar hallærislegt þegar maður fer frekar með börnin yfir í Kópavog á róló vegna þess að leikvöllurinn við enda götunnar er ekki í boðlegu ástandi.

Algjörlega sammála. Við viljum fá barna- og fjölskyldufólk í hverfið okkar og leikvellir/skólalóðir í góðu ástandi hjálpa til.

Sammála, hverfi með brotnum og úr sér gengnum göngustigum og illa hirtum leikvöllum er ekki boðlegt. Hvorki fyrir núverandi íbúa eða fjölskyldur sem eru að skoða að flytja í hverfið.

Gott að laga leikvellina og gera betur. Þarf meira fyrir krakkana til að hafa ofan af fyrir sér í sínu eigin hverfi. Foreldrar þurfa orðið að hafa meira og meira ofan af fyrir krökkunum á öðrum svæðum vegna þess að þeirra eigin svæði eru að grotna niður.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information