Þrengja Neshaga og stækka skólalóð Melaskóla

Þrengja Neshaga og stækka skólalóð Melaskóla

Hvað viltu láta gera? Umferðarhraði á Neshaga er þónokkuð hærri en 30 km sem hlýst að hluta af umferð sem berst frá Seltjarnarnesi. Gatan er líka hönnuð sem hraðbraut með aðskildar akreinar sem er ekki gott með alla þá umferð af gangandi sem fer um svæðið daglega, til að mynda nemendur Mela og Hagaskóla. Hægt væri að nota tækifærið til að stækka skólalóð Melaskóla samhliða því. Hvers vegna viltu láta gera það? Umferðarhraði á Neshaga er of hár. Skólalóð Melaskóla er ekki stór og má svo sannarlega stækka.

Points

Svar til Sigríðar: Það er hægt að þrengja götustæðið með því að fjarlægja eyjuna sem á milli akreinanna liggur.

Með því að fjarlægja eyjuna sem er á milli akreinanna þá þarf að fjarlægja öll trén, aspirnar sem prýða þessa götu! Það getur ekki verið kostur?

Hvernig þá? Neshagi er ekki nema með eina akrein í hvora átt. Það er ekkert hægt að þrengja það.

Það eru aspir á milli rétt við Melaskóla - það væri ávallt mun fallegra fyrir hverfið í heild ef gengið yrði skemmtilega frá skólalóð Melaskóla. Auk þess myndi lægri umferðarhraði auka öryggi barna á svæðinu.

Með því að þrengja báðar akreinarnar, sem eru óþarflega breiðar, og taka út eyjuna eða minnka hana, mætti stækka lóðina við Melaskóla og hægja á umferðinni. Þetta væri skref í rétta átt. En svo mætti líka loka götunni alveg á milli Melaskóla og Neskirkju og láta umferðina fara um Furumel og Hagamel upp á Hagatorg.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Neshaginn er ein af fáum fallegum götum sem eftir eru í Reykjavík. Umhverfið er hlýlegt. Það væri hreint skemmdarverk að eyðileggja Neshagann!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information