Hjólabettagarður

Hjólabettagarður

Hvað viltu láta gera? gera steyptann hjólabetta/bmx garð yfir gamla fótboltavöllinn á klambratúni Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi fótboltavöllur er úreltur malarvöllur sem ekkert er haldið við og enginn notar hann. hjólabretta og bmx yðkun er upprennandi sport á íslandi, þetta er góð hreyfing fyrir unga sem aldna sem einnig getur gert yðkendum að gerast atvinnumenn líkt og snjóbretta mennirnir Halldór og Eiríkur frá Akureyri. Þetta er einnig keppnis sport og haldin eru risa stór mót úti um allan heim. svona garðar eru víða um heim meðal annars í Kaupmannahöfn og Malmö.

Points

Klambratún væri fullkomin staðsetning fyrir almennilegan steyptan skate park eins og eru í öðrum borgum í Evrópu! Myndi einnig hjálpa kvenna skate hreyfingunni Chicks in Bowls á Íslandi að vaxa þar sem aðgengið að Klambratúni er svo gott. Algjörlega eitthvað fyrir alla.

Þetta væri geggjuð staðsetning fyrir úti-æfingasvæði fyrir línu- og hjólaskauta, hjóla og -brettaiðkendur! Ég myndi nýta mér þetta í tætlur!

Við sem erum að skauta á hjólakskautum í Chicks in Bowls myndum vera mjög ánægð með þetta !!

Það er stór hjólabretta menning hér á landi og Klambratún er fullkominn staður fyrir hjólabretta garð !

Svona garður væri algjör draumur! Hjólaskautafélagið Chicks in Bowls er farið af stað hér á Íslandi og þarf klárlega aðgengilegri og betri brettagarða. Þeir garðar sem til eru eru ekki aðgengilegir bíllausu fólki.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information