Goðheimar

Goðheimar

Hvað viltu láta gera? Gera götuna betri fyrir gangandi og hjólandi sbr Hofsvallagötu Hvers vegna viltu láta gera það? Bílar taka of mikið pláss miðað við gangandi og hjólandi.

Points

Það sama má gera við Sólheima. Það er svo mikið af bílum þar að það er hvort sem er ekki hægt að mætast. Kannski bara best að hafa báðar þessar götur einstefnugötur.

Bílar taka allt of mikið pláss í götunni á kostnað annarra vegfarenda. Gangstéttin sem er auðvitað bara öðru megin er alls ekki barnvæn þar sem bílar þurfa víða að þvera hana er þeir bakka út úr stæðum sínum. Eins má nefna að bílar í þeim stæðum eru oft að hluta til á gangstétt. Styð allar hugmyndir sem gefa gangandi/hjólandi meira pláss í götumyndinni.

Umferðin í gegnum Goðheima er mikil og stundum mjög hröð og eins og segir hér fyrir ofan alltof mörgum bílum lagt í götunni. Þarna eru svo mörg börn á ferð og þeim stafar veruleg hætta af umferðinni þarna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information