Sundlaug í Seljahverfi

Sundlaug í Seljahverfi

Hvað viltu láta gera? Stækka laugina við Ölduselsskóla eða byggja nýja sundlaug. Hvers vegna viltu láta gera það? Eins og staðan er núna er laugin við Ölduselsskóla ekki nægilega stór til að sinna öllu skólasundi fyrir bæði nemendur Seljaskóla og Ölduselsskóla. Vandræði að fá tíma fyrir skólasundið og eins þurfa eldri nemendur að fara í Breiðholtslaug, jafnvel utan skólatíma. Ekki væri verra ef þetta væri einnig almenningslaug

Points

Vantar sundlaug sem nær að þjóna skólunum og ekki væri verra að hin þjónað ollum i hverfinu líka

Í Seljahverfi búa 8.502 íbúar og barnafjöldinn mikill. Þessi sundlaug yrði mjög vel fyrir skólasund, sem almenningslaug, fyrir sundæfingar sem ÍR gæti þá væntanlega séð um og ungbarnasund sem ég gæti þá tekið að mér ;).

Litla sundlaugin við Ölduselsskóla annar ekki öllum þeim fjölda barna sem eiga að vera í skólasundi. Eins og er fá nemendur í Seljaskóla að nýta þá afgangstíma sem falla til í sundlauginni og missa þá td. af matartíma og öðru til að komast í skólasund. Ný sundlaug eða stækkun þeirrar gömlu myndi verða mikil búbót og sérstaklega ef íþróttafélögin gætu nýtt hana til æfinga. Það væri líka yndislegt ef laugin væri opin almenningi. Það er alveg bókað að hún yrði vel sótt.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information