Hætta við sameiningu og/eða lokun skóla

Hætta við sameiningu og/eða lokun skóla

Hvað viltu láta gera? Hætta við sameiningu og eða lokun Korpuskóla og Vættaskóla Engis Hvers vegna viltu láta gera það? Yngstu börnin eiga að geta verið örugg um það að sækja skóla í sínu hverfi og eiga ekki að þurfa að labba lengri leiðir til að komast í skólann og þá alls ekki yfir umferðarþungar götur þar sem nemendur úr Borgarholtsskóla keyra reglulega um með tilheyrandi hraðakstri og látum, einnig sem íbúi Engjahverfis vil ég ekki sjá Vættaskóla-Engi verða að safnstað fyrir unglingabekkina, það kostar bara mikla umferð í kringum blokkirnar með tilheyrandi látum og ótillitsleysi og sóðaskap. Einnig eru talsvert meiri líkur á því að fasteignaverð muni hríðafalla og barnafjölskyldur flytja úr þessum hverfum Grafarvogs, þess í stað verður setið um þær eignir sem eru í kringum grunnskólana í Vík og Borgum, afhverju ekki bara að hafa skólana eins og þeir eru og hafa 1-10 bekk hvers hverfis í hverjum og einum skóla fyrir sig? Þannig helst fasteigna og leiguverð jafnt og fjölbreyttur aldurshópur íbúa heldur sér, þessar hugmyndir um það að hafa meira úrval, nýta kennara betur o.s.frv er um að gera að skoða en þá bara hafa samstarf á milli skóla, ekki vera að safna ákveðnum aldurshópum á ákveðna staði og ekki vera að neyða lítil börn til að labba þessar vegalengdir og fara yfir þessar umferðarþungu götur þar sem unglingar keyra um á ofsahraða og virða engar umferðarreglur !

Points

Sammála

https://www.dv.is/frettir/2019/3/28/foreldrar-osattir-vid-sameiningu-skola-grafarvogi-framtidardraumurinn-breytist-martrod/

Algjörnlega sammála

Algjörlega sammála þessu.

Þetta hlýtur að vera það eina rétta í stöðunni, og furðulegt að léleg nýting á einum skóla þurfi að bitna á 3 skólu. Þetta mál lyktar pínulítið af því að það megi ekki styggja við íbúum Korpu án þess að rugla í öllum öðrum.

Algjörlega sammála þessari tillögu. Miðað við raunverulegan barnafjölda í hverju hverfi en ekki tölum á blaði á kynningu sem haldin var fyrir foreldara í hverfunum þá ættu hverfisskólarnir að duga ef horfið er aftur frá öllum fyrri sameiningum

Algerlega ósættanlegt ! enda myndi lokun skóla líka rýra eignir fólks í hverfunum , því færri eða engar fjölskyldur myndu vilja flytja í hverfi sem skólamálin eru í ólestri .

Með því að hringla með skólana í hverfinu er verið að gera íbúum lífið erfiðara og leitt. Fyrst og fremst börnunum sem sem þetta á að "hjálpa". Það er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það hefur sannað sig að það er ekki staðið við loforð um bættar samgöngur í svipuðum málum. Það eru ekki einu sinni merktar gangbrautir í Grafarvoginum svo börnin eru í stór hættu á sinni löngu leið í skólan og umferð mun þyngjast til muna. Ég hef ekki heyrt ein rök MEÐ þessu sem halda vatni.

Þetta er besta hugmyndin fyrir hverfið mitt!! Sem íbúi og fasteignaeigandi í Engjahverfi þá er þetta raunveruleg hugmynd sem verndar hverfið okkar, það sem við virkilega þurfum er góður skóli í okkar nærumhverfi og að börnin okkar þurfi ekki að ganga langar og hættulegar leiðir til að komast í skóla og félagsmiðstöð. Það er ekki hægt að vera að tala um betri hverfi og vera svo alltaf að herja á skólunum okkar, þá er verið að skemma hverfið okkar. Spurning að taka til baka fyrri sameiningar!

Algjörlega sammála, þessar sameiningar sem hafa átt sér stað nú þegar voru í óþökk foreldra og er nú tími til kominn að breyta aftur í fyrra hof

Virkilega óskiljanlegt að þetta sé í umræðunni þar sem það er bara svo margt á móti og þá meina ég hagsmuni allra barna og foreldra. Ég harðlega mótmæli þesum breytingum. við viljum að börnin okkar getu gengið í sinn hverfis skóla. Svo tala maður ekki um fasteignaverð og annað sem bitnar á öllum öðrum íbúum bara algjörlega út í hött.

Algjörlega sammála þessari tillögu og styð hana heilshugar! Það er með öllu óskiljanlegt að það eigi að keyra í gegn þessar breytingar um sameiningu skólanna sem er í óþökk foreldra og íbúa á svæðinu!

Það hlýtur að vera okkar val hvort við viljum hafa börnin okkar í fámennum skóla, það er kannski þess vegna sem við keyptum okkur eignir í Staðarhverfi. Skipulag hverfisins lá fyrir og það var það sem heillaði og svo á að þvinga íbúa í eitthvað allt annað. Þetta er komið gott hjá borginni.

Algjörnlega sammála

Sammála!

Besta hugmyndin fyrir mitt hverfi. Sammála því að ekki eigi að loka Kelduskóla-Korpu. Frábærlega staðsettur skóli fyrir börnin í Staðahverfi. Engin stór umferðargata sem þarf að fara yfir. Mér finnst að taka eigi fyrri sameiningar til baka og að Kelduskóli_Korpa verði starfræktur fyrir 1-10 bekk.

Algjörlega sammála

Þetta er besta hugmyndin fyrir hverfið mitt!! Við eigum að bjóða nemendum skóla í sínu hverfi. Þessar sameiningar sem hafa átt sér stað nú þegar voru í óþökk foreldra og er nú tími til kominn að breyta aftur í fyrra hof.

Hætta við lokun Korpuskóla og sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi þar sem það er gegn vilja íbúa í hverfunum og þjónar ekki hagsmunum barnanna. Frekar að ráðast í þéttingu byggðar í Staðarhverfi og bæta grunnþjónustu þar. Tilvalið að sameina leikskólann Bakka og Korpuskóla eins og stóð til í upphafi. Korpuskóli er hjarta Staðarhverfis og þar eiga börnin í hverfinu að ganga í skóla.

Algjörlega sammála

Við breytingar á uppbyggingu skólakerfisins, þarf að eiga sér stað víðtækt samráð. Það hefur ekki verið gert í Grafarvogi, hvorki árið 2012, né nú. Fólk kaupir sér fasteignir með ákveðnar forsendur í huga, skólaumhverfið er ein þeirra. Höldum skólunum í nærumhverfi barnanna og tökum allar sameiningar til baka og stöðvum þessa í fæðingu.

Fáránlegt að þurfa að berjast fyrir grunnþjónustu. Aldrei láta vafasamar aðgerðir bitna á börnum!!

Sammála öryggi barnanna skiptir meira máli en nokkura króna sparnaður sem ég efast um að verði þar sem sameiningar eru dýrar og mun þessi hagræðing ekki skila sér að lokum. Brottfall starfsfólks, erfitt að fá fagfólk með reynslu og ráðgjafakosnaður sem ég efast að hafi verið gert ráð fyrir í kostnaðar/ hagræðingaráætluninni.

Við eigum að bjóða nemendum skóla í sínu hverfi. Lítil börn eiga ekki að þurfa að ganga langar leiðir til að komast í skólann sinn. Sameiningar hingað til hafa ekki gengið vel og orðið hverfunum til tjóns. Hverfin í Grafarvogi voru hönnuð þannið að einn skóli var i hverju hverfi og þannig á að það vera áfram. Lítlar einingar eru oft miklu betri en stórar og ég vil að Korpuskóli fái að vera þar sem hann er . 'a móti sameiningu. Vil að skólastarf fái að blómstra i Grafarvogi.

Ég styð að hætt verði við að loka Kelduskóla - Korpu. Þau rök sem fram komu á kynningarfundi skóla og frístundarsviðs borgarinnar vega ekki nægilega þungt til þess að hægt sé að halda áfram með þessa hugmynd. Staðarhverfi í Grafarvogi hefur nú þegar enga aðra þjónustu en leik- og grunnskóla. Hér er annars ekkert ekki einu sinni almennilegar samgöngur (strætó og göngustígar) við nærliggjandi hverfi. Mér finnst eiginlega að það minnsta sem borginn getur gert fyrir hverfið er að halda uppi skóla.

Algjört rugl að sameina skólana. Það er ekki verið að hugsa um hag barnanna okkar.einungis verið að hugsa um peninga

Breytingar á skólum í Grafarvogi er með öllu vanhugsuð aðgerð sem að hálfu meirhlutans. Sú aðgerð að loka Kelduskóla Korpu og sameingar annara skóla munu hafa mjög slæm áhrif á um 820 börn og fjölskyldur þeirra.

Öll börn eiga rétt á því að vera í grunnskóla í sínu hverfi.

Sameiningar grunn- og leikskóla hingað til í Grafarvogi hafa bara verið til bóta. Það er nauðsynlegt að hægt sé að breyta rekstri og stærð eininga eftir því sem hverfi þróast.

Gerum allt það besta fyrir börnin okkar. Þau eru framtíðin. Öll börn eiga rétt á skólavist í sinu hverfi. Hugsum um öryggi og þægindi fyrir börn og foreldra.

Sammála að loka ekki Korpuskóla sem er hjartað i Staðahverfi. Frekar að færa leikskólann og samnýta grunnskóla/leikskóla og byggja íbúðir á leikskólalóðinni.

Algerlega sammála. Ekki loka Kelduskóla Korpu og neyða 820 börn úr sínu hverfi!!

Mikil skerðing á lífsgæðum yngstu barnanna að fá ekki að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Forsendubrestur fyrir búsetu í grennd við skóla ef skólinn tekur við börnunum.

Börn eiga geta gengið í sinn hverfisskóla. Hverfin er byggð í kringum skólana og er ástæða flestra sem keyptu sér fasteign í norðanverðum Grafarvogi. Foreldrar og börn eiga hafa val um hvort börn fari í stóran eða lítinn skóla.

Með sameiningu þá mun launakostnaður ekki lækka. Komið hefur fram að ekki á að segja upp starfsfólki. Kostnaður mun þess í stað færast yfir á aðra skóla í Rvk. Innri leiga er bókhaldskostnaður (færsla á pening úr vinstri yfir í hægri vasa), ekki sparnaður fyrir Rvk. Kostnaður vegna reksturs félagsm. og frístundaheimila mun færast yfir á aðrar starfsstöðvar, þangað sem krakkarnir munu færast til. Krökkunum líður vel í skólanum/hverfinu & mér þætti vænt um að hverfið okkar fengi nú einu sinni frið

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Hugmyndir um að loka Kelduskóla-Korpu hafa ekki gild rök eins og foreldrar, kennarar og aðstandendur barna í hverfinu hafa margoft bent á heldur virðist þetta vera geðþáttarákvörðun eða skelfilega illa unnið excel skjöl

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information