Gönguleið milli Seljahverfis og Hvarfa

Gönguleið milli Seljahverfis og Hvarfa

Hvað viltu láta gera? Malbika göngu og hjólaleið á milli Seljahverfis og Hvarfa í Kópavogi, t.d. á milli útvarpsstöðvarvegs og Vatnsendahvarfs. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka aðgengi og stytta vegalengd fyrir gangandi og hjólandi vegfarenda á milli hverfanna. Einnig til að komast hjá því að þurfa að ganga/hjóla í nálægð við Breiðholtsbrautina og tilheyrandi svifryki.

Points

Vil benda á að Arnarnesvegurinn á að liggja þarna, svo þetta væri kannski framkvæmd sem tekur því varla að eyða pening í ef það þarf að rífa þetta eftir nokkur ár (skv skipulagi á vegurinn að vera tilbúinn 2024)? Ekki á móti þessu sem slíku en sóun á pening ef það þarf svo að rífa þetta þegar framkvæmdir hefjast innan 5 ára.

Þetta væri mikil bót til að tengja saman hverfin. Mjög erfitt að fara yfir með barnavagn í heilsugæsluna sem margir í hverfinu þurfa að sækja. Mjög blautt oft á tíðum svo maður sekkur í drullu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information