Skógrækt á auðum svæðum í Grafarvogi

Skógrækt á auðum svæðum í Grafarvogi

Hvað viltu láta gera? Ráðist verði í að planta trjám á auðum svæðum í Grafarvoginum. Þetta eru svæði sem ekki verður byggt á í framtíðinni. Hér má nefna svæði eins og meðfram stofnvegum; Víkurveg og Hallsveg, milli Gagnvegar og Hallsvegar og fyrir neðan Hallsveg að kirkjugarði (mikið lúpínusvæði), við Víkurveg, Gufunesið og fleiri staði. Líka minni svæði, holt og fleiri svæði innan hverfa sem hafa verið skilin eftir óhreyfð frá því hverfið var byggt. Má í því samhengi nefna t.d. holt fyrir ofan Veghús 31, holtið efst í Fannafold, svæði við Mosaveg, svæði fyrir ofan Strandveginn og svo mætti lengja telja áfram. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi svæði eru óræktuð. Tré fegra og veita skjól. Grafarvogur er ríflega 30 ára gamalt hverfi. Er ekki kominn tími á að hverfið okkar verði gróið borgarhverfi ?

Points

Frábær hugmynd! Tré veita gríðarlegt skjól ásamt því að veita fegurð og gleði.

Ég styð þessa hugmynd. Tré veita skjól og veitir oft ekki af í Grafarvoginum. Trjágróður dempar líka umferðarhávaða svo trjágróður meðfram stofnæðum getur aukið lífsgæði þeirra sem þar búa nálagt. Þessi hugmynd myndi gera mikið fyrir þá íbúa sem ferðast mikið um hverfið gangandi og hjólandi. Á vindasömum dögum er aldrei nægilegur gróður í kringum leik- og grunnskóla til þess að skýla börnunum fyrir nöprum næðingnum. Oft má fegra stór bílastæði með viðhaldslitlum gróðri.

Skógrækt breytir miklu, fegrar og veitir skjöl. Fuglar gera sér hreyður

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information