Skógrækt á auðum svæðum í Grafarvogi

Skógrækt á auðum svæðum í Grafarvogi

Hvað viltu láta gera? Ráðist verði í að planta trjám á auðum svæðum í Grafarvoginum. Þetta eru svæði sem ekki verður byggt á í framtíðinni. Hér má nefna svæði eins og meðfram stofnvegum; Víkurveg og Hallsveg, milli Gagnvegar og Hallsvegar og fyrir neðan Hallsveg að kirkjugarði (mikið lúpínusvæði), við Víkurveg, Gufunesið og fleiri staði. Líka minni svæði, holt og fleiri svæði innan hverfa sem hafa verið skilin eftir óhreyfð frá því hverfið var byggt. Má í því samhengi nefna t.d. holt fyrir ofan Veghús 31, holtið efst í Fannafold, svæði við Mosaveg, svæði fyrir ofan Strandveginn og svo mætti lengja telja áfram. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi svæði eru óræktuð. Tré fegra og veita skjól. Grafarvogur er ríflega 30 ára gamalt hverfi. Er ekki kominn tími á að hverfið okkar verði gróið borgarhverfi ?

Points

Frábær hugmynd! Tré veita gríðarlegt skjól ásamt því að veita fegurð og gleði.

Skógrækt breytir miklu, fegrar og veitir skjöl. Fuglar gera sér hreyður

Ég styð þessa hugmynd. Tré veita skjól og veitir oft ekki af í Grafarvoginum. Trjágróður dempar líka umferðarhávaða svo trjágróður meðfram stofnæðum getur aukið lífsgæði þeirra sem þar búa nálagt. Þessi hugmynd myndi gera mikið fyrir þá íbúa sem ferðast mikið um hverfið gangandi og hjólandi. Á vindasömum dögum er aldrei nægilegur gróður í kringum leik- og grunnskóla til þess að skýla börnunum fyrir nöprum næðingnum. Oft má fegra stór bílastæði með viðhaldslitlum gróðri.

Skógrækt er góð í mörgum tilvikum og veitir skjól. Hún getur hins vegar einnig skyggt á útsýni svo ekki er sama hvar tré eru gróðursett. Það verður að reikna með að þau vaxi. Mér finnst að það eigi líka að vernda sum óhreyfð holt. Þau eru líka falleg og sýna hvernig svæðið var fyrir byggð. Það verður að gæta þess að útrýma ekki slíkum svæðum. Það verður því að hugsa vel áður en hafist er handa við gróðursetningu trjáa, einkum ef valdar eru tegundir sem geta orðið mjög stórar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information