Lagfæra göngustíg frá Hlíðum yfir í Öskjuhlíð

Lagfæra göngustíg frá Hlíðum yfir í Öskjuhlíð

Hvað viltu láta gera? Lagfæra göngustíginn sem liggur frá Litluhlíð yfir Bústaðaveg og upp Öskjuhlíðina í áttina að Perlunni. Hvers vegna viltu láta gera það? Stígurinn er illa farinn en um hann er mikil umferð gangandi og hjólandi sem hefur bara aukist eftir að sýningin "Undur íslenskrar náttúru" opnaði í Perlunni. Þessi stígur er í raun eina tengingin við Öskjuhlíðina frá Hlíðunum og í rigningum verður hann að drullusvaði og mjög sleipur í snjó og hálku. Á sumum stöðum stendur einnig mikið af grjóti upp úr stígnum sem veldur hættu...

Points

Og hugsa skýra og heildstæða gönguleið úr miðbænum gegnum Hlíðarnar og yfir í Perluna og í Nauthólsvík með merkingum. Margir túristar að ganga í vegkantinum í moldareinstigi. Erfiðar leiðir fyrir barnafólk með kerrur og/ hjólandi.

Mætti endilega setja lýsingu við gönguleiðina í leiðinni!

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information