Minningarskjöldur á sjávarbakkann hjá Görðum við Ægisíðu

Minningarskjöldur á sjávarbakkann hjá Görðum við Ægisíðu

Hvað viltu láta gera? Setja einhvers konar upplýsingar eða minningar um þá útgerð og athafnalíf sem stundað var frá Görðum. Sigurður Jónsson og Guðrún Pétursdóttir voru útgerðarbændur við Ægisíðu langt fram á miðja síðustu öld. Ekkert minnir á þetta fjölskrúðuga athafnalíf nema húsið Garðar og svo upplýsingaspjald við Grímstaðarvör. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er mikilvægt að Reykvíkingar þekki rætur sínar sem meðal annars er að finna við sjávarkambinn við Ægisíðu. Þar var saltaður þorskur í salthúsinu og húsmæður af holtinu mættu jafnvel með börn sín til að breiða út saltfiskinn. Ekkert minnir á þetta.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information