Ægisíða

Ægisíða

Hvað viltu láta gera? Lýsa göngustíginn meðfram Ægisíðu á vetrum með lágum ljósastaurum sem lýsa bara niður. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er niðamyrkur þarna allan veturinn og fólk sér ekki niður fyrir fætur sér. Oft snjór og ójöfnur.

Points

Ægisíðan er einstök pardís í borg. Að setja lýsingu væri hneisa. Lýsing við gangstéttina er góð og þar fyrir utan eru allir í dag með vasaljós í símanum, síðan fás einnig fín, nett höfuð vasaljós. Verndum Ægisíðu fyrir ljósmengun!

Als ekki lýsingu, takk fyrir. Vinsamlegast ganga gangstétt meðfram Ægisíðu eða verða sér út um höfuðljós.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ekki meiri ljósmengun takk! Leyfa myrkrinu að njóta sín! Hægt að ganga í lýsingu skammt frá.

Nei takk, þetta er ómetanlegt að hafa svæði í Reykjavík sem óupplýst og rólegt þar sem hægt er að njóta stjarnanna og norðurljósanna.

Þessi slæma tillaga er um lýsingu við hverfið Skerjafjörð (í "Miðbæ") sbr. PDF teikningu, ekki á Ægisíðu eða staðsett þar eins og sýnt er í kerfinu. Báðir staðir eru frábærir vegna myrkurs, fólk sem vill vera í götuljósum getur það vel áfram, án þess að eyðileggja þessar perlur fyrir öllum öðrum, hvað þá með kostnaði til eilífðarnóns.

Náttúrufegurðin á líka að fá að njóta sín í rökkrinu

Það er svo dásamlegt að hafa svæði nálægt byggð þar sem hægt er að upplifa norðurljós og stjörnuhiminn. Lýsingin er nóg á gangstéttum við götuna, gott að hafa bæði.

This is the most beautiful place near to the centre of town because it preserves a sense of nature. The more built up it becomes this little bit of paradise can easily be ruined. As soon as you put artificial lighting there this takes away from the feelings of being closer to nature you get there. Don’t we have enough built up areas already and isn’t it best to preserve these spots as well as we can?

Þó Reykjavík sé umvafin sjó eru einungis tveir staðir þar sem hægt er að vera einn með náttúrunni í myrkrinu. Ægisíðan og Geldinganes, og þau eru sitthvoru megin í borginni. Leyfið seinustu "ósnertu" sjávarperlu Reykjavíkurborgar að eiga sig og í staðinn gangið hjá mjög vel upplýsta göngustígnum hinu megin við götuna. Ef fólk vill ekki ganga í myrkri þá getur það gert það, og sú leið er styttri. Á meðan getur fólk sem vill eiga næði í myrkinu gert það. Allir vinna.

Meðfram allri Ægisíðunni eru gangstéttir sem eru vel upplýstar. Ekki spilla friðsælum göngutúr með lýsingu. Margir koma á Ægisíðuna til að sjá Norðurljós og stjörnubjartan himinn.

Þarf að taka þennan slag á hverju ári? Þetta er alvond hugmynd. Engin þörf á þessari ljósmengun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information