Bæta reiðhjólaaðgengi að N1 Skógarseli

Bæta reiðhjólaaðgengi að N1 Skógarseli

Hvað viltu láta gera? Göngu/hjólastíg að sunnan meðfram Skógarseli inn á lóð N1 Hvers vegna viltu láta gera það? Þar er hjólaviðgerðarstandur. Erfitt aðgengi er að honum sérstaklega að sunnan (ÍR megin). Annars er líka hægt að brjóta vegg niður sem liggur við þvottaplanið)

Points

Þarna þarf blandaðan stíg sem má bæði ganga og hjóla að stöðinni. Ef maður kemur úr þessari átt sem myndin sýnir þá þarf maður annað hvort að ganga yfir grasið eða yfir vegginn. Ef maður kemur úr sömu átt en hinu megin við götuna eftir stígnum þarf maður annað hvort að ganga/hjóla yfir gras og götuna þar sem er enginn gangbraut, eða fara alveg út að strætóskýlinu og þar yfir gangbraut og svo yfir gangbrautina við Árskóga, sem sagt tvær gangbrautir (eða þrjár ef þú býrð ÍR megin)

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information