"Ný og betri/ öruggari undirgöng við Seljaskóga"

"Ný og betri/ öruggari undirgöng við Seljaskóga"

Hvað viltu láta gera? Lengja gömlu undirgöngin undir Breiðholtsbraut og tengja þau við ný undirgöng undir Seljaskóga, sem kæmu upp á græna svæðinu á horninu á Seljaskógum og Seljabraut. Með þessu skapast einnig pláss til að lengja afrein á Breiðholtsbraut inn á Seljaskóga ATH það er samt önnur tillaga Hvers vegna viltu láta gera það? Öruggari gönguleið, þar sem fólk þarf núna að fara yfir Seljaskógana á erfiðu horni, sama í hvaða átt það ætlar að fara.

Points

Sammála að þörf er á að uppfæra þetta mikla umferðarsvæði (akandi, hjólandi, gangandi) til að skappa meira öryggi ...gleymum þvi ekki af hverju umferðaljós voru sett þarna á tíunda áratug síðustu aldar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information