Bæta lýsingu á göngustíg frá Glæsibæ og að Langholtsskóla

Bæta lýsingu á göngustíg frá Glæsibæ og að Langholtsskóla

Hvað viltu láta gera? Í svartasta skammdeginu finnst mér að það megi auka lýsingu á þessum stíg sem liggur frá Glæsibæ/Ölver, meðfram Álfheimum og upp að Langholtsskóla. Fjöldinn allur af fólki fer hann daglega og mér fannst frekar dapurlegt hvað hann var lítið þjónustaður í vetur... lýsingin var dauf og stígurinn lítið mokaður og sandaður. Myndi gjarnan vilja sjá þjónustustigið hækka fyrir næsta vetur. Hvers vegna viltu láta gera það? Betri þjónusta við göngustíga hvetur fólk til aukinnar hreyfingar. Þessi stígur er mikið notaður af foreldrum og börnum sem ganga til og frá skóla. Sé þjónustan bætt, þá verður það ef til vill, til þess að bílaumferð við Langholtsskóla minnki á álagstímum.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information