Ylströnd við Reynisvatn

Ylströnd við Reynisvatn

Hvað viltu láta gera? Gera ylströnd við Reynisvatn líkt og Nauthólsvík eða ylströnd við Urriðavatn: http://www.ruv.is/frett/ylstrond-vid-urridavatn-verdur-ad-veruleika https://www.visir.is/g/2016160819006 http://www.ruv.is/frett/kannar-moguleika-a-ylstrond-a-tveimur-stodum Hvers vegna viltu láta gera það? Svo fjölskyldur og fólk almennt geti notið betur samverunnar í náttúrunni sem við höfum. Meiri afþreying og hvattning fyrir fólk að vera út í náttúrunni. Einnig eru miklu meiri líkur á logni eða betra veðri á sumrin við Reynisvatn heldur en í Nauthólsvík þar sem blæs oft ísköldu frá sjónum. Í minnisblaði frá Veitum kemur fram að virkjunin á Nesjavöllum framleiði mun meira af heitu vatni á sumrin en þörf er á og því sé umframvatni fargað á sumrin. Hægt væri að leiða vatnið í Reynisvatn. Eins og kemur fram í http://www.ruv.is/frett/kannar-moguleika-a-ylstrond-a-tveimur-stodum

Points

Þetta er svo frábært & náttúrulegt svæði sem ég myndi alls ekki vilja sjá skemmt með þessum hætti, þetta er athvarf til að komast úr borginni fyrir fólk sem kýs bíllausann lífstíl. Ég væri alveg til í að sjá skemmtilega vatnagarðs fíling á sundlauginni niður í dalnum við fótboltavöllinn en ekki þarna, að labba hringinn í kringum vatnið í frið og ró er of mikils virði fyrir íbúa þessa hverfis sem og í öðrum hverfum. Það er slatti af miðbæjar fólki sem grípur 18 af hlemmi upp til okkar að njóta.

Ylströnd við Urriðavatn mun kosta um 500 miljónir en ekki eru veittar svo upphæðir að þessari stærðargráðu í Betri Reykjavík. Held að þessi hugmynd eigi heima á öðrum vettvangi. Ég er ekki spennt fyrir því að trekkja að fólk og túrista að Reynisvatni, náttúran og kyrrðin þar er yndisleg.

Já fínt að eyðileggja eitt af fáu náttúrulegu svæðum 👍

Ég er sammála Vigdísi. Alveg vond hugmynd. :'(

Frábær hugmynd 🙏

yrði frábær viðbót við frábært útivistarsvæði. vísir að vatnagarði sem átti að byggja upp við upphaf byggðar á svæðinu

Frábært fyrir allar barna fhjölskyldurnar i hverfinu og þá sem eldri eru. Skjólsælt og fallegt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information