Tröppur á vatnstankinn við Háteigsveg

Tröppur á vatnstankinn við Háteigsveg

Hvað viltu láta gera? Ég legg til að settar verði tröppur upp á vatnstankinn við Háteigsveg, að norðanverður þar sem inngangur er inn í tankinn. Hvers vegna viltu láta gera það? Tankurinn er notaður af íbúum hverfisins og ferðamönnum til að njóta þar útsýnis. Þetta á ekki síst við á menningarnótt og gamlárskvöld þegar fólk hópast þangað upp til að njóta flugelda. Eldra fólk og fólk með hreyfihamlanir á í erfiðleikum með að komast upp grasbrekkurnar og oft reynist erfiðara að fara niður aftur.

Points

Þetta er einn besti útsýnisstaðurinn í hverfinu. Núverandi ástand er óboðlegt þar sem það er hreinlega hættulegt að reyna að fara upp á snjó eða hálku. Þetta er líka vinsæl sleðabrekka. Það voru tröppur þarna upp fyrir nokkrum árum en voru teknar þegar gras á geymunum var endurnýjað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information