Göngustígur Hlíðaskóli-Hlíðarendi.

Göngustígur Hlíðaskóli-Hlíðarendi.

Hvað viltu láta gera? Búa til göngu og hjólastíg frá Hlíðaskóla að Hlíðarenda Hvers vegna viltu láta gera það? Umferðaröryggi barna, láta þau ganga meira og vernda umhverfið. Þetta er núna 800m. og gæti verið styttra, í Eskihlíð eru 2 hliðargötur til vesturs og 4 innkeyrslur fyrir blokkir, ekkert slíkt er Skógarhlíð. Þetta á svo auðvitað líka við göngu í skólann, það er heldur ekki eðlilegt að ekki sé hægt að ganga um stóran hluta Skógarhlíðar, nema á grasi. Ef að gönguleiðin nær undir 10min. frá skólalóð, gæti Hlíðaskóli jafnvel nýtt Hlíðarenda sem íþróttarhús, en í dag er einn íþróttasalur fyrir 8 leikfimi tíma á dag og þarf að vera kynjaskipt í stærri árgöngum.

Points

Öryggi gangandi vegfarenda skiptir miklu máli

Það er oft mikil umferð í hverfinu og mikilvægt að auka öryggi barna sem fara sjálf á milli skóla og íþróttasvæðis.

Margir ósáttir hafa haft samband við mig í dag, vegna þess að tillagan var ekki höfð með í kosningunum í gær. Ég hef óskað eftir svörum frá RVK af hverju tillagan telst ekki tæk. Bið fólk að halda ró sinni þangað til svar við því fæst.😎

Svo börn geti farið ein á æfingar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information