Betri skólalóð

Betri skólalóð

Hvað viltu láta gera? Það þarf að laga bleytu og drullu á leiksvæði barnanna í skólanum, setja leiktæki eða laga undirlag svæðisins. Hvers vegna viltu láta gera það? Skólalóðin er að hluta til mýri. Þar myndast drullusvað í lok vetrar og vorin nær grasið aldrei að gróa vegna bleytu í jarðvegi. Stór hluti af leiksvæðinu nýtist lítið sem ekkert allan ársins hring. Nemendur í skólanum eru um 700 og þar af leiðandi þarf stóra lóð til þess að allir fái að njóta sín.

Points

Fràbær tillaga. 100% sammála að það þurfi að laga skólalóð Langholtsskóla. Stór hluti sem nýtist illa vegna aðstæðna, alls ekki spennandi þetta drullusvað. Með því að laga þetta myndist skapa meira pláss fyrir nemendur að leik.

Hér er verið að tala um Langholtsskóla. Sá sem skrifar tillöguna hefur gleymt að geta þess. En það er fyllilega þörf á þessu. Nemendum fjölgar og álagið á skólalóðina eykst. Farið var í breytingar á henni fyrir nokkrum árum og trampólín grafin í lóðina ásamt því að nokkurs konar gúmmíundirlag var lagt í kring. Þetta gúmmí er nú allt slitið og trampólínmotturnar rifnar og ónothæfar.

Mikil þörf fyrir að laga Langholtsskólalóð. Styð þessa tillögu.

Hvaða skóla er átt við hér?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information