Endurbæta fótboltavöll milli K- og H-landa

Endurbæta fótboltavöll milli K- og H-landa

Hvað viltu láta gera? Fótboltavöllurinn er illa farinn. Best væri að setja einhvers konar gervigras þarna að minnsta kosti við mörkin svo völlurinn sé ekki alltaf eitt drullusvað. Fótboltavöllurinn er samt hjá Kvistaborg og Fossvogsskóla og gæti því nýst börnunum þar sem og öllum börnum í hverfinu. Oft er yfirfullt á battavellinum við Fossvogsskóla og þessi völlur gæti nýst betur ef hann væri ekki alltaf drullusvað. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að auka útivist barna í hverfinu.

Points

Mjög gott að fá þessa tillögu fram aftur. Það er löngu tímabært að laga völlinn og ætti ekki að vera mjög kostnaðarsamt.

Sammála, gott að fá þessa tillögu aftur. Hefur held ég komið fram tvisvar áður. Mjög slæm nýting á fótboltavellinum sökum ástands. Löngu kominn tími á endurbætur þarna, gervigras væri góð lausn.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information