Endurnýja leikvöll við raðhúsin í Bökkunum

Endurnýja leikvöll við raðhúsin í Bökkunum

Hvað viltu láta gera? Endurnýja leikvöllinn sem er við enda Staðarbakka og Réttarbakka. Þarna væri hægt að gera fallegan leikvöll með fjölbreyttari tækjum en núna eru til staðar. Gera hann að góðum viðkomustað fyrir foreldra og börn. Hvers vegna viltu láta gera það? Leikvöllurinn, sem er orðinn verulega lúinn, stendur við mjög fjölfarinn göngustíg þar sem fólk stoppar mikið með börn sín á leið til og frá Mjódd. Einnig búa mörg börn þarna í kring og gott væri að hafa góðan leikvöll á þessum stað í Bökkunum.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábær hugmynd, þarf ekki mikið til að aðeins lífga upp á þennan leikvöll. Ég fer reglulega með strákinn minn þangað og væri flott að bæta við ungbarnarólu og rennibraut.

Þetta er mjög vinsæll staður fyrir barnabörnin mín og þau plokka meira að segja oft þegar þau eldri eru með yngri systkinum sínum. Borgin hélt þessu vel við en hefur látið drattast niður undanfarin ár og ekki lagað skemmt sem hefur kallað á frekari skemmdarverk. Með von um breytta tíma

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information