Beygjuljós á gatnamót Lönguhlíð/Miklubraut

Beygjuljós á gatnamót Lönguhlíð/Miklubraut

Hvað viltu láta gera? Setja beygjuljós nú óvarða vinstri beygju frá Lönguhlíð inn á Miklubraut í austur. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi beygja getur verið hættuleg þegar bílar sem eru að beygja inn á Miklubraut ná ekki á grænu ljósi. Oft er um að ræða 2-3 bíla sem fara á rauðu eftir að grænt gönguljós er komið á

Points

Réttast væri að setja tvær akreinar sem beygjuakreinar. Eins og staðan er í dag er í rauninni verið að beina þungri umferð inn í íbúðarhverfi. Þetta á helzt við á versta tíma dagsins, þegar fólk er á leið til vinnu og börn á leið í skóla. Ef sett væru upp sérstök beygjuljós, og tvær beygjuakreinar væri hægt að minnka umferð um Lönguhlíð og Hamrahlíð til muna.

Endilega að koma með beygjuljós. Umferðin er orðin það mikil

Það væri ekki úr vegi að stilla gönguljósin beggja vegna við Lönguhlíðina til samræmis við götuljósin þannig að fólk þurfi ekki að stoppa þrisvar á rauðu ljósi með nokkurra metra millibili.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information