Salerni

Salerni

Hvað viltu láta gera? Ég vil láta setja upp boðleg salerni á Klambratún, ekki kamarturna eins og í miðbænum heldur svipað og er í Kongens Have í Kaupmannahöfn sem er mjög vinsælt útivistarsvæði. Hvers vegna viltu láta gera það? Klambratún er mjög vinsælt útivistarsvæði bæði sumar og vetur. Á björtum sumarkvöldum er túnið vinsælt leiksvæði langt fram á kvöld. Salernin á listasafninu eru ætluð gestum þess fyrst og fremst enda bara opin á opnunartíma safnsins. Á túnið geta fjölskyldur komið og grillað, leikið sér og haft það notalegt saman og það er ekki boðlegt að þurfa að fara með börnin útí runna til að gera þarfir sínar hvað þá fullorðna fólkið!

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information