Bæta aðgengi að Geldinganesi og Eiðinu

Bæta aðgengi að Geldinganesi og Eiðinu

Hvað viltu láta gera? Malbika og gera bílastæði við útivistarsvæðið Eiðið við Geldinganes. Hvers vegna viltu láta gera það? Þegar margt er um manninn á svæðinu er oft önugt að keyra þangað niðureftir í holóttum veginum og leggja bíl. Svæðið er mikið notað af kayakklúbbnum, fjölskyldufólki sem fer með börnin sín í fjöruna, útivistarfólkii sem gengur mikið um í Geldingarnesið og síðan en ekki síðst hundaeigndum sem nota svæði mikið.

Points

Aðgengi að Geldinganesi er slapt í dag og kemur fyrir að sjór flæði yfir veginn í háflóðum. Einnig er malbiki út að Geldinganesi fyrsta skref til að tengja Kjalarnesið beint við Grafarvoginn.

Það liggur við að það skemmi bílana að koma þarna, þetta er frábært svæði og væri gott ef það væri betra aðgengi.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábært svæði til útivistar. Fjara, kayakar og göngur.

Ég fer mikið út á Geldingarnes, vegurinn er mjög holóttur og hefur ekkert verið viðhaldið í mörg ár. Þetta er vinsælt útivistarsvæði, hundafólk, fólk að fara í gögnuferðir, foreldrar með börn í fjöruferðir, kayak ræðarar með sína aðstöðu þarna o.fl.

Vegurinn þarna er með versta móti og ótrúlegt að hann sé ekki betri því þetta er eitt besta útivistarsvæði í Reykjavík.

Mjög þarft verkefni. Í raun ætti að loka fyrir akstur á eyðinu og leggja bílum á þessu bílastæði

Þarna er bílaumferð útivistarfólk af öllum toga, kajak, göngufólk, hundaeigendur, barnaforeldar í strandferð og kite-iðkendur. Bílum lagt við aðstöðu Kayakklúbbsins. Vegurinn þolir ekki þessa umferð og þarf nauðsynlega klæðninu (malbik).

Frábært útivistarsvæði sem býður upp á svo mikla möguleika. Sé fyrir mér aðstöðu líkt og í Nauthólsvík. En það kæmi kannski niður á viltu dýralífi á svæðinu. Betri aðkoma með malbikuðu bílastæði væri fyrsta vers. Svo væri æðislegt að þróa þetta útivistarsvæði meira og nýta Geldinganesið mun meira.

þarf að laga þessa götu og gera plan Geldinganesmegin fyrir hundafólk og aðra sem ganga þarna um. Planið við aðstöðu Kayakklúbbsins þarf líka að laga og gera þetta almennilega.

Það þyrfti að laga líka veginn yfir eiðið svo allir komist þar yfir. Það er mjög grýtt á kafla sem gerir erfitt fyrir t.d margt eldra fólk að ganga þarna yfir, líka vont fyrir barnavagna og hjól. Það mætti svo loka alveg fyrir umferð ökutækja yfir eiðið, setja hlið sem lögregla getur opnað. Svo ætti að banna að Sundabraut færi þarna yfir, planta trjám og gera þetta að enn betri útivistarparadís.

Ekki aðeins er Geldinganesið fínn staður til útivistar (eins og hér hefur komið fram) heldur er grjóta hindrunin, sem lokar fyrir bílaumferð að nesinu, stór áhættuþáttur. Fyrir fjórum árum síðan lést maður í Geldinganes og bráðaliðar þurftu að hlaupa hundruði metra með búnað sinn til að reyna endurlífgun. Þeir þurftu að skilja sjúkra- og lögreglubílana eftir við grjótin sem loka veginum. Ég horfði á þetta út um gluggann minn og það er augljóst að það þarf að opna fyrir umferð alla leið.

Flott tillaga að opna Geldinganesið og setja bílastæði þar reiðhjóla og göngustíga og opnaleipinna svo hægt sé að fara inn á nesið og njóta þess og öllu því útsíni sem það bíður uppá , gera smábátahöfn þar og aðstöðu firir veitingar og bátaþjónustu .

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information