Jaðarsel gangbraut - bætt öryggi

Jaðarsel gangbraut - bætt öryggi

Hvað viltu láta gera? Færa gangbraut við Jaðarsel. Gangbraut er í dag við eldri göngustíg en nú er kominn nýr göngustígur sem liggur frá Kópavogi og yfir í Seljahverfið. Nýi göngustígurinn er mun meira notaður, m.a. af hjólreiðarfólki og vespum. Þessir aðilar fara beint yfir götuna fyrir neðan göngustíginn, þeir eru ekki að nota gangbrautina sem er lengra frá. Svo ekki sé talað um börn sem fara þarna yfir. Í myrkri er skyggni lélegt á þessu svæði og engar merkingar um að þarna sé farið yfir götu. Bílar keyra hratt þarna og hægja ekki á sér fyrr en komið er að gangbrautinni/hraðarhindrun. Hvers vegna viltu láta gera það? Bætt öryggi. Hjólreiða fólk og vespur fara þarna yfir á miklum hraða. Það er léleg lýsing þarna og mikil hætta á árekstri.

Points

Frábær hugmynd hjá Kolbrúnu, gangbrautin ætti að vera í beinu framhaldi af göngustígnum sem er mikið notaður yfir í Kópavoginn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information