Hraðahindranir eða götuþrengingar í Seljaskógum

Hraðahindranir eða götuþrengingar í Seljaskógum

Hvað viltu láta gera? Mjög mikilvægt er að ná fram lækkun á ökuhraða í Seljaskógum, þá sérstaklega á beina kaflanum sem endar við ljósastýrð gatnamót á Breiðholtsbraut. Hámarkshraði þarna er 50 km/klst. sem er vanalega vanvirtur af ökumönnum þá sérstaklega þegar ökumenn sjá fram á að ná ljósum á gatnamótunum við Breiðholtsbraut en þá eru ökumenn gjarnir á að gefa verulega í. Ég hef mælt hraðann þarna með tímamælingu á ekinni vegalengd (á milli staura) og hraðinn er í rúmum 48% tilfella yfir hámarkshraða og sumir aka þarna vel yfir 70 km/klst. Auðvitað er þetta ekki vísindalega mælt né nákvæmlega en gefur vísbendingu um að ökuhraði sé alltof mikill. Hvers vegna viltu láta gera það? Töluvert er um þveranir gangandi og hjólandi yfir Seljaskóga. Hraðinn þarna er of mikill og mikill hætta getur og hefur skapast þegar ökumenn virða hámarkshraða/hraðatakmarkanir að vettugi.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information