Þrengingar á Fossvogsveg við Markarveg, Kjarrveg og Klifveg

Þrengingar á Fossvogsveg við Markarveg, Kjarrveg og Klifveg

Hvað viltu láta gera? Setja upp ÓDÝRA einfalda þrengingu við þessi gatnamót. Mikilvægt að þetta sé gert þannig að sýn ökumanna á Fossvogsvegi inn göturnar aukist þar sem gangandi og hjólandi koma eftir akveg út þessar götur en ekki á gangstíg/gangbraut Hvers vegna viltu láta gera það? Sjónarhorn ökumanna er takmarkað sem keyra Fossvogsveg og speglarnir sem þarna hafa staðið lengi við hver gatnamót (Markarveg, Kjarrveg og Klifveg) hjálpa ökumönnum ekki nóg. Mjög fáir eru vanir að nýta svona spegla og gera sér ekki grein fyrir hættunni sem stafar af bílum, gangandi og hjólandi sem koma út þessa botnlanga. Hraðinn er oft á tíðum mikill og eins eru þeir sem beygja inn áður nefndar götur að taka beygjurnar oft of innarlega sem skapar hættu. Hraðahindranirnar á Fossvogsveg eru tvær. Báðar eru upphækkaðar sem valda tilheyrandi óþægindum og sliti á bílum. Ég er talsmaður þrenginga frekar. Í þessum tilfellum liggur beint við að hafa þrenginguna hannaða norðanmegin frá (nær görðum fólks) Það eykur sjónarhorn þeirra sem koma austanmegin að hættunni og venjulega keyra hægra megin í götunni. Ökumenn neyðast til að flytja sig yfir á vinstri akrein eða víkja fyrir umferð úr vestri. Til samanburðar má nefna þrenginguna á Réttarholtsveg þar sem umferð að ofan (úr suðri) þarf að víkja fyrir þeim sem koma frá Sogaveg (úr norðri) Því miður var alltof miklu til kostar þar að mínu mati og er því hugmynd mín að hanna þrenginguna án upphækkunar, gangbrautaljósa og skrautbúnaðar. Ég myndi glaður sjá einföldu útgáfuna eins og hún er notuð í Haðalandi fyrir aðkomu bíla að Fossvogsskóla að undanskildu því að þar eru um "S-þrengingu" að ræða. Þrenging eins og ég vil hefur að mínu mati það meginmarkmið að skepra athygli ökumanna við það að sjá þrenginguna og gerir þá um leið meðvitaðari um mögulega hættu. Þetta er einföld og ódýr aðgerð. Ekkert Skraut og engin flókin ljós. No brainer að fara í þetta :)

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information