Hámarkshraði á Bústaðavegi

Hámarkshraði á Bústaðavegi

Hvað viltu láta gera? Lækka hámarkshraða á ákveðnum köflum á Bústaðavegi niður í 30 eða 40 km/klst, t.d. á milli Sogavegar og Grensásvegar. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikið er um að börn sem eru ein á ferð og foreldrar með ung börn þurfi að þvera götuna þar sem leikskólar og tómstundastarf eru sitt hvoru megin við Bústaðaveg. Á sama tíma mætti þrengja götuna a.m.k. við gatnamót til að auka öryggi um þau. Umferð getur verið mjög hröð og hættuleg á tímum. Þegar mesti umferðarþunginn er hefði lækkun hámarkshraða engin áhrif þar sem umferðin nær varla 30 km/klst. Lækkunin gæti hins vegar haft letjandi áhrif fyrir ökumenn sem nýta Bústaðaveg sem hraðbraut á milli Elliðaárdals og miðbæjar og dregið úr umferð. Við sem búum í hverfinu ættum alveg að geta sætt okkur við eina auka mínútu í ferðatíma í skiptum fyrir öryggi barnanna okkar. Ég persónulega er allavega ekki hrifinn af því að hafa þessa hraðbraut í hverfinu mínu og vil gera allt sem ég get til að gera Bústaðaveg að öruggri og rólegri borgargötu.

Points

Of oft eru menn að keyra of hratt til að ná ljósunum og fara yfir á rauðu rétt þegar kviknar á græna kallinum. Þessi vegur mætti vera öruggari og rólegari fyrir jafnt unga sem aldna.

Algjörlega fáránlegt að halda að lækkun hámarkshraða sé að fara skila raunverumlegum árangri á þessari götu. Hámarkshraðinn er nú bara 50km en margir hverjir keyra á 80km þarna. Það sem mætti frekar gera væri að biðja lögregluna um að vera meira á þessu svæði og vakta það enn frekar. Afhvernu viltu láta þrengja götuna? Tökum þrenginguna hjá kúlunni sem dæmi. Hún er algjör skita og svo núll umhverfisvæn, bilar báðum megin verða í gangi á meðan hinn aðilinn fer yfir.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information