Körfuboltavöllur

Körfuboltavöllur

Hvað viltu láta gera? Almennilegan útikörfuboltavöll með endingargóðu undirlagi (t.d. frá Sport Court). Slíka velli má finna víða um land, m.a. í Reykjanesbæ, Kópavogi og í Bolungarvík. Gott væri að fá völl með 6 körfum og væri hægt að staðsetja hann í námunda við brettagarðinn sem er við hliðina á bílastæðinu við Þróttaraheimilið. Tek það fram að þessi hugmynd var upphaflega sett inn fyrir einhverjum árum (ekki af mér). Þá jafnt sem nú er ég viss um að útikörfuboltavöllur yrði afar vel nýttur af öllum aldurshópum. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikil uppbygging hefur verið hjá körfuknattleiksdeild Ármanns undanfarin ár. Körfuboltavöllur utandyra myndi án efa auka áhuga barna í hverfinu enn frekar. Þær körfur sem finna má á skólalóðum hverfisins eru illa farnar auk þess sem undirlag vallanna er afar óslétt.

Points

Þetta er góð hugmynd. Það vantar sárlega körfu í hverfið í réttri hæð (af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru bara lágar körfur í hverfinu sem eru lítið notaðar). Svona vellir eru frábærir.

Ég tilheyri hópi manna sem taka á leigu sal hjá ÍBR yfir veturinn og spila körfu. Íþróttahúsin eru lokuð þegar skólar eru í fríi. Menn vilja þá gjarnan hittast og spila körfu útivið. Ekki síst yfir sumarið. Oft er ekki pláss á þeim stöðum sem standa til boða. Því yrði nýr völlur kærkomin viðbót. Það þarf ekki að fjölyrða um ágæti körfuknattleiks, hann er fyrir alla aldurshópa.

Tek undir þessa tillögu. Það vantar góða útiaðstöðu fyrir körfuboltakrakkar í Laugardalnum

Staðsetningin er góð því eins og körfubolti er nú skemmtilegur þá er óviðunandi að hafa körfuboltavelli of nálægt íbúðahúsum vegna hávaða frá þeim. Hef tvisvar búið við hliðina á körfuboltavelli og það er ólýsanlegt ónæði frá þeim. Þessi staðsetning er hins vegar frábær.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábær tillaga. Þetta yrði mikið notað

Sammála þessari tillögu. Það er mikil þörf á almennilegum útikörfuboltavöllum í hverfinu. Þetta myndi án efa auka útivist og virkni íbúa hverfisins.

Körfuboltadeild Ármanns er orðin ein sú stærsta í Reykjavík og eru t.d. eru rúmlega 100 iðkendur sem ganga í Laugarnesskóla. Völlurinn þar er gjörsamlega ónothæfur vegna halla og grjóts og körfurnar eru skakkar og misháar en hvorug þeirra er í réttri hæð fyrir iðkendur á þessum aldri. Deildin hefur líka ekki sitt eigið íþróttahús fyrir yngri flokka og er iðkendum úthýst úr íþróttahúsi Laugarnesskóla, sem Ármann leigir af borginni, þann 30. apríl. Nýr völlur í hverfið væri því himnasending .

Vantar góðan körfuboltavöll í hverfið. Margir að æfa körfu !

Körfuknattleiksdeild er orðin sú stærsta í Reykjavík því mikill áhugi og þörf fyrir aðstöðu sem þessa í hverfinu sem og víðar. Eykur útiveru barna og fullorðina og tækifæri til að stunda heilsusamlega útiveru.

Góðan daginn. Sem upphafsmaður þessarar tillögu fyrir þremur árum langar mig að segja. Þessi tillaga hefur verið ein sú vinsælasta og mest kjörna "RÖK MEÐ/LÆK" á öllum þeim árum yfir öll hverfi. Þau rök sem ég fékk í lokameðferð eftir íbúakosningu (seinna stig eða úrslit) var sú frá borginni að það væri nóg af völlum við skóla nú þegar. Ég vill benda á að það er ekki sambærilegt við það sem hér er verið að leggja til og mikil nauðsyn á alvöru velli fyrir fullorðna sem börn.

Nauđsynlegt ađ fà alvöru körfuboltavöll ì laugardalin. Þetta verđur ađ gerast ì sumar.

Tek undir nauðsyn þess að setja upp almennileg útivistarsvæði fyrir körfubolta í hverfinu. Það þarf sléttan völl með mjúku undirlagi og körfum í réttri hæð. Það skiptir ekki máli hvar í dalnum vellirnir yrðu. Á lóð Laugarnesskóla er t.d. malbikaður fótboltavöllur, sem er ekki nýttur fyrir fótbolta enda frábær sparkvöllur við hliðina. Þann völl mætti slétta og setja mjúkt undirlag og körfur á þann völl og gera framkvæmdina mun ódýrari þar sem ekki þyrfti að skipta út undirlagi.

Algerlega sammála þessu og í raun furðulegt að þetta skuli ekki vera komið en þetta mál hefur komið aftur og aftur upp. Því miður grunar mann að þetta verði ekki framkvæmt þar sem kostnaður meiri en smámál sem í raun ætti ekki að kjósa um þar sem eru sjálfsögð grunnþjónusta svo sem þrif og snyrting umhverfis. Það er talað um mikilvægi íþrótta sem hluta forvarna en þá verða gjörðir að fylgja orðum. Vonandi að Reykjavíkurborg sýni í verki að þar sé áhugi á Laugardalnum og uppbyggingu þar!

Svona völlur yrði besta athvarf barna og unglinga og vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur allra

Löngu tímabært að fá almennilega völl á svæðið. ÞNú er kominn tími á að við fullorðna fólkið kjósum völlinn fyrir börnin í hverfið.

Yrði frábært. Það er nóg pláss fyrir utan Laugalækjarskóla, þar sem malbikaði körfuboltavöllurinn er. Hann er mikið sóttur á sumrin

Sammála. Þeir vellir sem eru til í dag eru gamlir og úr sér gengir. Til vara legg ég til að körfum verði skipt út fyrir nýjar og betri á núverandi völlum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information