Samkomulag um bann við akstri í dalnum.

Samkomulag um bann við akstri í dalnum.

Hvað viltu láta gera? Koma í veg fyrir að strætó þveri Fossvogsdalinn, frá Hörgslandi yfir í Fagralund. Hvers vegna viltu láta gera það? Vil koma í veg fyrir að Strætó fái heimild til að aka niður Hörgsland, yfir göngustíg milli Haðalands og Grundarlands og þvert yfir Fossvogsdalinn til að komast í Fagralund. 1. Eyðileggur útivistar- og íþróttasvæðið 2. Aukin slysahætta fyrir þá mörgu sem nota dalinn til útivistar 3. Of þröngt að keyra milli garða í Haðalandi og Grundarlandi. 4. Aukin umferð niður Hörgsland með tilheyrandi hættu fyrir börn og auknum umferðarhávaða í gegnum annars friðsælt íbúðahverfi.5. Aukin mengun. Það er ekki langt að ganga upp á Bústaðaveg og taka strætó þar. Kostar ekkert nema samstöðu þeirra sem vilja hafa dalinn án ökutækja.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information