Skjólsvæði við Vesturbæjarlaug

Skjólsvæði við Vesturbæjarlaug

Hvað viltu láta gera? Ég vil láta setja upp skjólvegg og koma fyrir bekkjum og borðum, til að skapa notalegt rými. Þar mætti líka til dæmis vera svið fyrir viðburði. Sundlaugargestir gætu borðað nesti eftir sundferðina eða keypt sér veitingar á nálægum veitingastöðum. Líklega væri æskilegt að byggja yfir hluta svæðisins, því það rignir víst líka í Vesturbænum. Hvers vegna viltu láta gera það? Svæðið í kringum laugina er að verða að hjarta Vesturbæjarins, með bættri aðstöðu væri grundvöllur fyrir enn frekari samveru og samskiptum okkar Vesturbæinga. Hverfahátíðir, tombólur og tónleikar gætu vel átt heima á skjólsvæðinu.

Points

Góð hugmynd bara að muna að hafa nóg af ruslatunnum

Það mætti bæta við þessa tillögu smá aðstöðu fyrir hjólabretta- og línuskautafólk á öllum aldri.

Svæðið í kringum laugina er að verða að hjarta Vesturbæjarins, með bættri aðstöðu væri grundvöllur fyrir enn frekari samveru og samskiptum okkar Vesturbæinga. Hverfahátíðir, tombólur og tónleikar gætu vel átt heima á skjólsvæðinu.

Fín hugmynd! Langar að bæta við ákalli um að Vesturbæjarlaug verði opnuð kl 8:00 á laugardags og sunnudagsmorgnum. Þannig var það alltaf, opnunartíminn var styttur í niðurskurðinum eftir hrun og hefur ekki verið færður til fyrra horfs. Þetta er baráttumál fastra morgungesta laugarinnar, sem enn hefur ekki verið hlustað á, en nú er lag!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information