Gönguleiðakort

Gönguleiðakort

Hvað viltu láta gera? Sett verði upp gönguleiðakort af þeim gönguleiðum sem eru í boði í Grafarholti, Úlfarsársdalnum, Reynisvatnsásnum, Hólmsheiði, Langavatni og við Rauðavatn. Gönguleiðakortin verði staðsett t.d. við Reynisvatn, Leirárdalinn, Rauðavatn og fleiri stöðum. Gönguleiðakortin sýni tillögur að hringjum og lengd þeirra. Dæmi um slík kort er til dæmis að finna í Heiðmörk og við Úlfarsfellið. Hvers vegna viltu láta gera það? Grafarholtið og Úlfarsársdalurinn og umhverfi þess er á margan hátt leynd útivistarparadís. Þegar ég flutti í hverfið fyrir nokkrum árum síðan hafði ég ekki hugmynd um allar þær fjölbreyttu gönguleiðir og göngustíga sem búið er að gera t.d. út frá Reynisvatninu og upp á heiðinni. Það eru svo margir sem hafa ekki hugmynd um þessar gönguleiðir og veigra sér mögulega við að fara þessa göngustíga því þeir vita ekki hvert þeir leiða eða hversu langir þeir eru. Með því að gera kort af svæðinu opnar það möguleika fyrir fleiri að njóta og eflir útivistarmöguleika íbúa svæðisins sem og allra íbúa höfuðborgarsvæðsins.

Points

Frábær hugmynd og mjög hvetjandi fyrir fólk að drífa sig út í leiðangur.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábær og þörf hugmynd sem hvetur til útivistar

Skemmtilegt útivistarsvæði en vantar betri merkingar og kort af svæðinu t.d. fyrir Langavatn og fl. Einnig gott að sjá hvort leiðin liggur í hring eða þarf að ganga fram og til baka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information