Útivistarsvæði í staðinn fyrir golfvöll

Útivistarsvæði í staðinn fyrir golfvöll

Hvað viltu láta gera? Gera útivistarsvæði og planta trjám þar sem golfvöllurinn er í Grafarholti Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að það vantar alvöru útivistarsvæði í Reykjavík

Points

Ég er alfarið á móti því að leggja niður gólfvöllinn hann er fallegur grænn lundur sem golfáhugamenn fara um og það hefur alltaf verið sátt um þennan stað það er nóg af svæði hérna í Grafarholtinu sem er útivistrsvæði og það þarf ekki neitt meira enda eru fullt af góðum göngu og hjólreiðar stígum um allt hérna

golfvöllurinn í Grafarholti ER útivistarsvæði þar sem yfir 20 þúsund manns fara um á hverju sumri - það eru göngustígar um þetta svæði og ég er alfarið á móti því að leggja golfvöllinn niður

Það er stórt útivistarsvæði fyrir ofan völlinn.

Það stendur til að framkvæma á golfvellinum í Grafarholti fyrir hundruði milljóna og krefur GR að Reykjavíkurborg greiði þann kostnað. Það væri nær að skila þessu svæði í Grafarholtinu aftur til náttúrunnar og planta þarna trjám. Þá geta fleiri en félagsmenn GR notað þetta svæði allt árið um kring en núna er þetta svæði bara opið fyrir þá sem greiða tugþúsndir á ári í félagsgjöld til GR.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information