Göngubrú yfir Miklubraut frá Hlíðunum yfir á Klambratún

Göngubrú yfir Miklubraut frá Hlíðunum yfir á Klambratún

Hvað viltu láta gera? Ég vil láta fjarlægja gönguljós sem eru þarna og láta setja göngubrú í staðinn. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að þessi gönguljós eru mjög mikið notuð á háannatíma og hefta umferð sem er þegar mjög erfið á þessum stað á þeim tíma. Tel ég að göngubrú myndi laga mikið þegar umferðateppa er annars vegar og um leið auðvelda gangandi vegfarendum að komast leiða sinna. Mér finnst í raun undarlegt að þegar það var búið að setja göngubrú yfir að Kringlunni og að Mörkinni að það hafi ekki líka.

Points

Göngubrýr taka mikið pláss við endana og eru ekki vinsælar. Það á að setja þetta í stokk. Spurning með að laga niðurfallið í göngunum?

Göngubrú yfir Miklubraut myndi auka til muna öryggi barna og fullorðinna sem hafa gaman af því að nýta sér Klambratún til ýmissa útiveru og leikja.

Pedestrian safety is vital but why treat them as second class citizens who have to walk over long bridges or through underground tunnels? Instead, slow the traffic, increase pedestrian priority at traffic lights, encourage drivers out of their cars and onto buses or bicycles, so that cars and pedestrians can exist safely together.

Eins og mælt úr mínum eigin munni. Mjög sammála þessu. Ljósin hægja mjög á umferðinni niður í bæ á háannatíma. Það er alltaf öruggara að notast við göngubrú eða undirgöng en að ganga yfir umferðargötu. Ég styð þetta heilshugar!!

Ég vil frekar sjá Miklubraut í stokk sem er á stefnuskránni hjá borginni og þar með yrði göngubrú óþörf

Nei...... fótgangandi eiga ekki að þurfa að fara á brúm yfir götur! Kominn er tími til að bílaumferð víki fyrir þeim fótgangandi! Tengjum frekar suður Hlíðar við Klambratún með því að setja Miklubraut í stokk, eða færa umferðina sunnan við Öskjuhlíð!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information