Gangbrautir í Suðurfell

Gangbrautir í Suðurfell

Hvað viltu láta gera? Ég vil láta gera gangbrautir á tveimur stöðum í Suðurfellinu. Annar staðurinn er á móts við undirgöng undir Breiðholtsbraut þar sem mörg börn eiga oft leið þar um bæði á sumrin og veturna. Eins vil ég að gerð verði gangbraut þar sem langur göngustígur kemur meðfram Nönnufelli og liggur yfir Suðurfellið í Elliðarárdalinn. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þarna er mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda sem eru á öllum aldri.

Points

Sammála þessu. Það mætti líka minnka gróðurinn við undirgöngin undir Breiholtsbrautina. Hann veldur því að komi maður hjólandi upp úr göngunum Suðurfellsmeginn sér maður ekki umferðina fyrr en maður er kominn að götunni og keyri maður Suðurfellið til austurs sér maður ekki hjólreiðamenn sem koma upp úr göngunum fyrr en maður er kominn alveg upp að hraðahindruninni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information