Bílastæði við íþróttamiðstöðina í Dalhúsum

Bílastæði við íþróttamiðstöðina í Dalhúsum

Hvað viltu láta gera? Bílastæði við íþróttamiðstöðina í Dalhúsum á eyju á milli Hallsvegar og Gagnvegs. Hvers vegna viltu láta gera það? Skynsamlega útfærð lausn myndi auka öryggi, sem og bæta ásjónu á svæðinu. Hægt væri að gera slík bílastæði með mottum sem gras gæti vaxið upp í gegn, auk gróðursetningu sígrænna trjáa, og þar með væri svæðið áfram grænt og jafnvel meiri prýði af því en er í dag. Þegar viðburðir/íþróttamót eru í Dalhúsum, auk hins daglega, þá er mikil vöntun á bílastæðum fyrir gestkomandi. Stærri mót, auk kappleikja, eru haldin á svæðinu og hefur komið fyrir að meira en einn viðburður er í gangi á sama tíma. Vöntun á bílastæðum á slíkum dögum skapar mikla umferðastíflu, hættu fyrir gangandi vegfarendur og mikil óþægjandi fyrir nærliggjandi íbúa þar sem lagt er inn í hverfum, bæði löglega og ólöglega.

Points

Minni mengun, minni slysahætta, minna ónæði fyrir íbúa í nágrenni, ekkert nema jákvætt. Gera með grassteinum og gróði fyrir gott útlit.

Mikill skortur á bílastæðum við íþróttamannvirki í Dalhúsum og þetta væri góð nýting á svæði sem annars nýtist engum, gróður þarna ekki endilega til mikillar príði en tilvalið að planta trjám og geta bílastæðin snyrtileg. Myndi minnka ónæði nágranna mikið þar sem núna er bílum lagt hvar sem mögulegt

Það væri líka bara fínt að gera bílastæða"hús"eða"hæð ofan á núverandi bílastæði. Óþarfi að taka meira landsvæði undir bílastæði en nauðsyn krefur. ✌️

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Fjölgun bílastæða er stefnumál sem stöðugt er til umfjöllunar og úrvinnslu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information