Göngubrú eða undirgöng yfir Miklubraut á móti 365 húsinu

Göngubrú eða undirgöng yfir Miklubraut á móti 365 húsinu

Hvað viltu láta gera? Setja göngubrú eða undirgöng í stað gönguljósanna Hvers vegna viltu láta gera það? Ljósin eru aldrei samtaka og fólk fer frekar á rauðu gönguljósi til að missa til dæmis ekki af strætó. Það myndi flýta mikið fyrir að þurfa ekki að stöðva umferð og bíða eftir ljósi.

Points

Bílaumferð á aldrei að hafa forgangsrétt. Breyta frekar götuljósum svo að græni maðurinn sýnir sig oftar og lengur.

Ég er mjög sammála að þetta er hættulegt svæði og að bæta þarf örygg þarna, en ég myndi frekar vilja sjá það gert með því að setja Miklubraut í stokk sem er á stefnuskránni hjá borginni

Miklabrautin á að fara í stokk en þangað til þá væri létt brú góð lausn. Seinna þegar stokkurinn er kominn mætti nýta hana á nýjum stað.

Mikill fjöldi barna úr hverfi Háteigsskóla sækir æfingar í Valsheimilinu á degi hverjum Vantar sárlega að bæta og tryggja aðgengi þeirra yfir Miklubrautina en að óbreyttu þurfa þau að fara yfir á gönguljósunum við 365 sem eru síður en svo örugg

Það vantar klárlega betri aðgengi fyrir gangandi vegfarendur, ekki síst skólafólk. Göng eða létt brú myndi einnig létta á umferð því gönguljósin eru talsvert notuð.

Það myndi auka öryggi gangandi vegfarenda svo um munar. Hef oft séð bíla þeysast yfir á rauðu.

Bílar fara oft yfir á rauðu ljósi þarna með tilheyrandi hættu fyrir gangandi vegfarendur

Börnin mín fara þarna yfir til að komast í skóla í Hlíðarskóla og það er óviðunandi að þau þurfia að labba yfir eina þyngsu umferðargötu borgarinnar á háannatíma.

Það munaði hársbreidd að bíll æki á mig þegar ég gekk yfir á ljósunum. Hann var á miklum hraða og fór að sjálfsögðu yfir á rauðu ljósi. Ég sá að hann áttaði sig síðan á hvað hann hafði gert því hann hægði mikið á sér en ég var í sjokki það sem eftir lifði dags. Af umræðum mínum við foreldra í Hlíðunum veit ég að þetta er ekki eina sagan af því að bílar fari þarna yfir á rauðu ljósi. Kæra Reykjavík, ekki bíða með að gera eitthvað þangað til einhver lætur lífið vegna sparnaðar.

Löngu orðið tímabær framkvæmd, fyrir alla þá sem þurfa að fara þarna yfir og vilja fara í göngutúra án þess að þurfa fara fyrir stærstu umferðaræð Íslands.

Mikil umferð! Margir krakkar! Og ómögulegt oft að komast yfir götuna tilað ná strætó!

Öryggi barna sem sækja íþróttaæfingar í Val

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information