Bjóða upp á deilibílaþjónustu

Bjóða upp á deilibílaþjónustu

Hvað viltu láta gera? Að bjóða upp á svokallaðri deilibílaþjónustu innan Breiðholts eins og Zipcar býður uppá hjá Háskólanum, Landspítalanum og fleiri stöðum. Hvers vegna viltu láta gera það? Því það er mikil umræða um skort á bílastæðum út af offjölgun einkabíla og lausnin virðist vera að annaðhvort hvetja fólk í að nýta sér oftar samgöngur og reyna að minnka notkun einkabíls eða byggja fleiri og fleiri bílastæði en það er ekki til ótakmarkað svæði sem er hægt að nýta fyrir bílastæði. Að vera með aðgang að deilibíl væri æðisleg þjónusta fyrir þá sem hafa kvatt einkabílalífstílinn en samt vilja vera með möguleikann á að geta skotist nánast hvert og hvenær sem er, einnig gæti það verið góður stuðningur fyrir þá sem vilja kveðja einkabílinn en þurfa að skjótast hingað og þangað.

Points

snilld

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information