Sundlaug í Fossvogsdal

Sundlaug í Fossvogsdal

Hvað viltu láta gera? Ljúka sem fyrst við að byggja sundlaug í Fossvogsdal Hvers vegna viltu láta gera það? Hugmyndin hefur öðru hvoru í gegnum árin verið kynnt fyrir íbúum í fjölmiðlum en ekkert orðið af framkvæmdinni enn

Points

Við viljum sundlaug í göngufæri! Kaffihús væri næs í sömu byggingu

Að sjálfsögðu væri sundlaug kjörin þarna miðsvæðis í borginni,, þarna er mikið af barnafólki sem mundi skottast á tveim jafnfljótum i sund en ekki á bíl

Sundlaug myndi mögulega minnka bílanotkun til muna af þvi að folk þarf að keyra i kópavog eða í laugardal til að skottast í sund. Kominn tími á hverfasundlaug 👏

Umhverfisvæn sundlaug myndi efla útivistarþátt hverfisins, auka fjölbreytni í íþróttavali barna í bæði hverfinu og norðurhlíðum Kópavogs, sem og stuðla að samveru og samtali íbúa þar sem slík laug yrði sameiginlegur samkomustaður kynslóðanna.

það eru 3 Borgarstjórar búnir að lofa þessu, tími á efndir.

Nýtist mjög vel á þessum stað og í göngufæri fyrir mjög marga. Fallegur staður.

Fossvogsdalurinn er mikilvægt heilsuræktarsvæði og vantar ekkert nema sundlaug.

Sundlaugar í hverfum hafa sýnt sig að auki hamingju íbúanna og stuðla að heilbrigði og hollum lífstíl. Hverfislaugar eru góður staður til hittast og ræða málin í pottunum. Góður staður fyrir krakkana í hverfinu að hittast, leika og æfa sundtökin. Myndi nýtast vel fyrir skólasund.

Myndi efla enn frekar Fossvogsdal sem útivistarparadísar fyrir íbúa það er orðið ansi þreytt að þurfa fara í önnur póstnúmer í sund. Fjölskyldumiðuð laug að mínu mati hentar þarna . Einnig myndi ég reikna með töluverði aðsókn frá nágrönnum okkar í kópavogi .

Það væri mjög þægilegt að vera með sundlaug í göngufæri og þetta myndi hvetja marga að fara oftar í sund (og sund er hreyfing þannig að það væri líka að hvetja marga að hreyfa sig meira)

Það vantar aðra 50 m sundlaug í Rvk

Hvetja þarf fólk til að ganga eða hjóla í sundlaugina þar sem hún væri staðsett við útivistarsvæðið í Fossvogsdal

Sundlaugin væri í göngufæri fyrir fjölda manns og gæti nýst til skólasunds fyrir nemendur Fossvogsskóla og Snælandsskóla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information