Vantar gangbraut frá Hólabergi yfir Suðurhóla

Vantar gangbraut frá Hólabergi yfir Suðurhóla

Hvað viltu láta gera? Setja gangbraut til að auka öryggi allra sem labba þarna yfir Hvers vegna viltu láta gera það? Í dag eru þessi gatnamót hálfgerður hrærigrautur fyrir gangandi og hjólandi - sjá myndirnar fjórar sem fylgja með. Ef maður fylgir gangstígnum þá fer maður labbandi yfir ómerkta götuna. Ef maður vill vera öruggari og nýta hraðahindrunina sem gangbraut þá þarf maður að labba í grasinu til að komast yfir. Það þarf að gera þetta skýrara og öruggara. Mörg börn labba þarna og hjóla og þar sem umferðin þarna getur verið alltof hröð þá þarf að ráðast í betri merkingar sem og almennilega gangbraut.

Points

Mætti líka setja börn að leik skilti við beygjuna frá Norðurhólum inn á suðurhóla. Mjög mörg börn sem fara yfir götuna þarna og umferðin er oft mjög hröð í þessari blindu beygju. En gangbraut ætti að vera löngu komin þarna

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information