Takmarka aðgengi að bílastæði næst World Class Laugum

Takmarka aðgengi að bílastæði næst World Class Laugum

Hvað viltu láta gera? Endurhugsa bílastæðið norðan við Laugardalsvöll (næst Laugum) þannig að því verði lokað, ef það er ekki hægt að það verði þá lokað með hliði og verði eingöngu fyrir starfsfólk á svæðinu og/eða þá gesti World Class sem borga sérstaklega fyrir það. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikil umferð gangandi og hjólandi er frá Sundlaugavegi og meðfram Laugardalslaug, World Class og KSÍ og að Þróttarheimilinu. Stöðug umferð bíla er frá aðalstæðinu og að þessu stæði frá fólki sem er að freista þess (oftast árangurslaust) að fá bílastæði nær líkamsræktarstöðinni. Hundruð annarra bílastæða eru í boði meðfram KSÍ, Laugum og sundlauginni. Ef þessu stæði yrði lokað eða aðgengi að því takmarkað við afmarkaða hópa myndi umrædd umferð snarminnka og öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda þar með batna.

Points

Löngu tímabært að þetta komist í framkvæmd. Þarna hafa orðið slys á fólki á ferð um göngustíginn vegna umferðarinnar sem þverar stíginn. Það væri fróðlegt að vita hvað það fara mörg börn þarna um á hverjum degi.

Það er búið að berjast fyrir þessu í mörg ár og Reykjavíkurborg hefur ekkert gert í málinu enn þá. Höldum áfram og höfum hátt!! Það hafa nú þegar orðið slys þarna og vonandi verður hægt að laga þetta áður en það verður stórslys.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information