Endurbæta Hamrahlíð með tilliti til umferðaöryggis og hraða

Endurbæta Hamrahlíð með tilliti til umferðaöryggis og hraða

Hvað viltu láta gera? Endurhanna Hamrahlíðina til að lækka umferðahraða og minnka umferð. T.d. mætti hlykkja götuna, gera ásýnd hennar grænni og bæta sýnileika á gangbrautum og hraðahindrunum. Hvers vegna viltu láta gera það? Umferð um Hamrahlíðina er þung, sér í lagi á morgnanna (til vesturs og síðdegis til austurs). Ástæðan er fyrst og fremst það mikla umferðarálag á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Margir bílstjórar láta freistast til að stytta sér leið í gegnum Hlíðarnar til að losna við það álag. Lagt er til að endurhanna götumynd Hamrahlíðar með það að markmiði að draga úr umferð og umferðarhraða.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information