Fótboltamark við Ljósheimaróló

Fótboltamark við Ljósheimaróló

Hvað viltu láta gera? Á grasið fyrir aftan körfuna er tilvalið að koma fyrir fótboltamarki (Stærð: 7-manna mark) Aðskilja svo svæðin með súlum og neti, svo hægt sé að spila á báðum völlum án þess að trufla. Þá þarf ekki heldur að sækja körfuboltann eða fótboltann langt. Nú er ég kunnugur staðháttum og þessu er vel hægt að koma fyrir án þess að það hafi áhrif á svæðið þegar krakkar renna sér á sleðum í brekkunni. Hvers vegna viltu láta gera það? Áætla að þetta myndi stórauka notkun á svæðinu og auka fjölbreytni leiksvæðisins. Þess má geta að þegar krakkar leika sér í fótbolta þá dugar í lang flestum tilfellum 1 mark til þess.

Points

Hjartanlega sammála þesu. Þegar það er ekki snjór að þá er enginn að nýta þetta svæði. Frábært ef hægt er að koma fyrir fótboltamörkum

Styð þetta 100%, illa nýtt svæði á sumrin

Fullt af börnum sem óska þess að fá mörk á þetta svæði

Frábær hugmynd.

Markið myndi nýtast börnum í hverfinu hvort sem þau sækja Vogaskóla eða Langholtsskóla. Oft eru mjög margir við battavöllinn í Langó en þetta verður annað val og að geta spilað á grasi en ekki gúmíi

Algerlega sammála! Á þessu svæði tengiru vel saman krakka úr Langholtsskóla og Vogaskóla í leik og starfi, stækkar sannarlega vinahópinn.

Styð þessa frábæru hugmynd heilshugar, væri frábært að geta nýtt þetta svæði á sumrin.

Frábær hugmynd. Mín börn leika mikið í fótbolta á þessu grasi og mörk mundu bæta að stöðuna mikið. Sérstaklega mikilvægt þar sem ekki er battavöllur við Vogaskóla og langt fyrir litla krakka í hverfinu að fara í Langholtsskóla

Frábær hugmynd og ódýr í framkvæmd.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information