Göngu- og hjólastígar í Vegmúla

Göngu- og hjólastígar í Vegmúla

Hvað viltu láta gera? Leggja göngu- og hjólastíga meðfram Vegmúlanum frá Ármúla að Suðurlandsbraut. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er brýnt að auka öryggi og aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda á leið sinni úr Háaleitinu í Laugardalinn. Í dag er sérstaklega hættulegt fyrir börn og fullorðna að sækja tómstundir í dalinn þar sem þarf að þvælast yfir bílastæði í Vegmúlanum og stórhættuleg gönguljós á Suðurlandsbrautinni. Stígar myndu auka umferðaröryggi og flæði milli hverfanna og minnka þörf á akstri þessar stuttu vegalengdir.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Of fáir göngustígar í hvefinu

Suðurlandsbrautin er einnig mikilvæg samgönguleið með strætó þar sem nokkrar strætóleiðir keyra þar um. Betra aðgengi með göngu og hjólaleiðum frá Háaleitishverfinu yfir á Suðurlandsbraut myndi hvetja enn fleiri til að nýta sér þessa samgönguleið og þannig styðja íbúa við að draga úr kolefnisfótspori sínu.

Þetta er einmitt það sem vantar til að börn gætu gengið eða hjólað sjálf í sund í Laugardalslaug eða skroppið í Fjölskyldu og húsdýragarðinn. Einfalt og mikilvægt, myndi tengja 108 mikið betur við alla þá flottu þjónustu sem er í Laugardal.

Mikilvægt að bæta öryggi barna (og fullorðinna) sem eru á ferð úr hverfinu niður í Laugardal. Bætir líka aðgengi að þeim strætóleiðum sem stoppa við Suðurlandsbraut.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information