Lagfæra gangstétt við enda innaksturs að Vesturbæjarlaug

Lagfæra gangstétt við enda innaksturs að Vesturbæjarlaug

Hvað viltu láta gera? Við enda innaktursgötu við Vesturbæjarlaug er gangstétt sem er illfær t.d. barnavögnum þar sem efnisbingur liggur ofan henni sem þrengir að vegfarendum. Framkvæma þyrfti eftirfarandi: 1. Fjarlægja moldarbing og gróður sem liggur upp við girðingu og lóð leikskólans Vesturborgar (sjá skýringarmynd). 2. Samhliða þessu má fjarlægja niðurtekt í gangstéttinni þar sem hún þjónar ekki tilgangi og framlengja kantstein til samræmis (sjá skýringarmynd) Hvers vegna viltu láta gera það? Þrenging sem myndast við moldarbing veldur gangandi vegfarendum með t.d. barnavagna eða lítil börn á hjólum vandræðum og þvingar fólk til að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Eftir stækkun Vesturbæjarlaugar fjölgaði mjög bílum í kringum laugina og því er oft erfitt að skjóta barnavagni á milli bíla til að komast á gangstétt hinu megin við götuna.

Points

Þetta er almennt viðhald en ekki ný hugmynd.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information