Körfuboltavöll við Vesturbæjarlaug

Körfuboltavöll við Vesturbæjarlaug

Hvað viltu láta gera? Útbúa körfuboltavöll við Vesturbæjarlaug líkan þeim sem víða má finna í Reykjanesbæ Hvers vegna viltu láta gera það? KR er sigursælasta körfuboltafélag landsins en útiaðstaða til körfuboltaiðkunar í hverfinu mætti vera miklu meiri. Íþróttahúsin eru umsetin og yngstu iðkendurnir fá orðið færri æfingar en þekkist hjá flestum liðum í nágrenninu.

Points

Væri ekki mun skynsamlegra að gera frekar upp körfuboltavöllinn við Hagaskóla? Sá völlur er mikið notaður en þó er ýmislegt þar sem þarfnast lagfæringa, sem dæmi skakkar körfur, ójafn völlur o.fl.

Miklu frekar að ráðast í lagfæringar á vellinum við Hagaskóla enda er hann mikið notaður. Vil líka benda á að enn er ekki sparkvöllur í Vesturbænum.

Frábær hugmynd og gott að hafa fleiri svæði fyrir börnin en bara Hagaskóla enda er hann þétt setin af eldri börnum

Svona alvöru útivöllur yrði ein besta félagsmiðstöð unglinga á svæðinu

Algjörlega sammála. Unglingar og fullorðnir nota mikið Hagaskóla. Mér finnst yngri börnin ekki fá mikið körfuboltapláss. En auðvitað væri fínt að gera við Hagaskóla körfunar líka

Þetta er frábær hugmynd. Það er löngu kominn tími á að settir verði upp nokkrir alvöru vellir í Vesturbænum, þ.m.t. við Vesturbæjarlaug, Hagaskóla (lagaður), Melaskóla og Lynghagaróló. Síðan ekki síst vantar alvöru völl við KR-heimilið - algjörlega fráleitt að slíkur völlur sé ekki til staðar hjá sigursælasta liði undanfarinna ára. Völlurinn gæti t.d. verið hlið íþróttahússins, Frostaskjólsmegin. Á Suðurnesjum er alvöru völlur við hvern einasta skóla.

Er í öðru ferli Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Verið er að vinna deiliskipulag fyrir lóð Vesturbæjarlaugar, hugmyndinni verður komið áleiðis inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information