Endurhanna Skipholt og færa bílastæði í Stúf og Traðarholt

Endurhanna Skipholt og færa bílastæði í Stúf og Traðarholt

Hvað viltu láta gera? Breyta öllum eða flestum stæðum í Skipholti vestan Lönguhlíðar í samsíða stæði og breyta stúf og traðar holti í einstefnugötur og koma þar fyrir ská stæðum. Skipholt yrði falleg verslunar og íbúðargata og bílastæðinn yrðu færð í hinar göturnar sem eru með lítila starfsemi. Hvers vegna viltu láta gera það? Skipholtið ásamt traðar og stúfholti bráðvanta endurhönnun. Skipholtið gæti breyst í skemtilega verslunargötu með hjólastíg og breyðum gangstéttum sem endar í torginu við hornið á stórholti. Þar er einnig hótel að opna eftir sirka 2-3 ár, bílastæða kröfur hótela er margfalt minni en skrifstofu húsnæði sem var til húsa í Skipholti 1 áður. Það er ömurlegt að labba hjóla og keyra í skipholtinu og þessi tillaga gerir öllum lífið betra

Points

Frábær hugmynd! Skipholt hefur mikla möguleika á að verða falleg borgargata. Þetta væri rökrétt skref miðað við uppbyggingu á svæðinu í kring, torg á leiðinni við enda götunnar og svo líka Hlemmtorgið skammt undan 😊

Flott hugmynd!

Arfaslæm hugmynd. Bónus er í Skipholti 11-13 og þar er flesta tíma dagsins ekki nokkur leið að finna stæði. Auk þess eru öll stæði "hægra megin" (slétt húsnúmer) í Skipholti svokölluð samsíða stæði. Nú í dag hringsólar fólk í kringum Skipholt 11-13 og Brautarholt 10-14 í leit að stæði. Í Skipholti 1 var LHÍ til húsa, þar er væntanlegt hótel. Í dag er engin starfsemi í því húsi en þegar hótelið opnar mun bílum fjölga til muna, væntanlega með aukinni rútuumferð líka.

Falleg hugmynd en gengur varla upp á meðan Bónus rekur stórmarkað í Skipholti 11-13. Hætt er við að frekara umferðaröngþveiti á eftirmiðdögum þegar mikið er að gera í búðinni. Nú þegar er erfitt með bílastæði á vissum tímum. Þá verður bílastæðum og gangstétt við Stúfholt ekki breytt nema í samráði við íbúa þeirra húsa enda bílastæðin inn á lóð þeirra samkvæmt lóðaleigusamningi með kvöð um gangstétt milli bílastæða og húsa. Gæti þó verið til bóta að gera Stúfholt að einstefnu frá Brautarholti.

Svar við rökum Einars macht: Bara umhverfis reitin sem Skipholts 11- 13 stendur á eru hátt í 140 stæði þessum stæðum mun ekki fækka eða í það minnsta ekki um meira en 4-8. Bílastæðin við skipholt 1 hafa verið afgirt í meira en ár, ásamt því er gert ráð fyrir 8 bílastæðum á baklóð skipholts 1. Kannast ekki sjálfur við að finna ekki stæði þarna nálægt af stæðunum beint fyrir framan bónus undanskildum. Held að þessi tillaga sé besta málamiðlun sem hægt að fá á þessu svæði. Mörg stæði falleg gata

Hvað með að minnka umferð um nóatún og skipholt...mikið ónæði af mikilli umferð á umferðaljósa gatnamótunum. Þá væri best að gera skipholt að göngugötu...beina umferðinni frá gatnamótunum...gera líka merkt stæði. Þeir íbúar sem búa í skipholtinu..hafa ekki möguleyka að leggja í stæði...vegna bíla,sem leggja í tvö stæði. Af því að það eru ekki merkt stæði.Íbúar sem búa í skipholti 19 hafa engin merkt stæði. Svo er bíll merktur TX 573 hann er alltaf í stæði..í marga daga núna. Takk fyrir. Kv.M

Einu sinni heyrði ég að ef byggt væri íbúð yrði að fylgja bílastæði.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information